Fréttir

Gestakennari frá Noregi

Þessa dagana erum við svo heppin að hafa gestakennara í heimsókn á Skagaströnd. Hún Ingeborg Knosen kemur alla leið frá Noregi og er söng- og leikkona. Hún leiðbeinir söngnemendum og hefur verið gaman að fylgjast með því sem hún hefur fram að færa í kennslunni.
Lesa meira

Opin vika

Dagana 12. - 16. nóvember verður opin vika í tónlistarskólanum. Foreldrar og forráðamenn eru velkomin í spilatíma barnanna sinna til að fylgjast með og ræða við kennara. Vonumst til að sem flestir nýti tækifærið og kíki í heimsókn til okkar.
Lesa meira

Píanóstilling

Leifur Magnússon píanóstillingamaður verður á ferðinni um Austur-Húnavatnssýslu á næstu dögum. Þeir sem vilja panta hjá honum stillingu eru beðnir um að senda sem fyrst póst á pianostillingar@gmail.com eða hringja í síma 898-8027.
Lesa meira

Barnakór Skagastrandar

Höfðaskóli, Hólaneskirkja og Tónlistarskóli A-Hún hafa tekið höndum saman og stofnað Barnakór Skagastrandar. Öll börn í 1.-7. bekk á svæðinu eru velkomin að skrá sig. Kóræfingar verða alla fimmtudaga kl. 16:00 til 17:30 í Hólaneskirkju og er kórstjórn í höndum Ástrósar Elísdóttur.
Lesa meira

Innritun hafin fyrir skólaárið 2018-2019

Opið verður fyrir innritun til 26. ágúst. .
Lesa meira

Skólaslit

Skólaslit og afhending prófskírteina
Lesa meira

Frábærir vortónleikar framundan

Vortónleikar verða haldnir 25. apríl, 2. maí og 7. maí
Lesa meira