Boðið er upp á kennslu á blokkflautu, píanó, harmonikku, tré- og málmblásturshljóðfæri, gítar, bassa, hljómborð og trommur.
Einnig er kennd tónfræði fyrir þá nemendur sem lokið hafa a.m.k. 1. stigi.
Til grunnnáms telst einnig fornám, þ.e. samþætt byrjendanám, sniðið að aldri og þroska ungra barna. Þessi áfangaskipting er óháð uppbyggingu almenna skólakerfisins. Engu að síður má finna þar nokkra samsvörun. Þannig svarar grunnnám u.þ.b. neðri bekkjum grunnskóla, miðnám efri bekkjum og framhaldsnám svarar til náms á framhaldsskólastigi, þ.e. að háskólastigi. Slík viðmiðun er þó engan veginn einhlít þar sem nemendur hefja tónlistarnám á ýmsum aldri og námshraði getur verið mismunandi. Lok náms í tónlistarskólum er því ekki unnt að binda við tiltekinn aldur. Lengd námsáfanga miðast m.a. við kennslustundafjölda samkvæmt 1. grein laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985.
Hverjum megináfanga lýkur með áfangaprófum, þ.e. grunnprófi, miðprófi og framhaldsprófi, annars vegar í hljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðigreinum. Jafnframt er heimilt að skipta námsferlinu í smærri áfanga eða stig. Áfangaprófum er ætlað að tryggja ákveðnar lágmarkskröfur í námi, festu og aðhald. Ljúka þarf báðum hlutum hvers áfangaprófs áður en heimilt er að þreyta það næsta. Til þess að ljúka framhaldsprófi þarf nemandi auk þess að halda stjálfstæða tónleika.
Grunnnám: fornám og I-III stig
Miðnám: IV-V stig.
Framhaldsnám: VI-VII stig
Skólaárið hefst 3. september og lýkur 18. maí.
Nemendur sem eru í heilu námi fá 1/2 kls. tvisvar í viku hjá einkakennara og auk þess er boðið upp á tónfræðitíma fyrir þá sem hafa lokið stigsprófi. Nemendur sem eru í hálfu námi fá 1/2 klst. einu sinni í viku hjá einkakennara.
Blokkflautunemendur eru tveir eða fleiri saman í 15-20 mín. einu sinni í viku.
Haldnir eru 10-11 tónleikar yfir veturinn. Nemendur koma síðan fram við ýmis tækifæri a.m.k. 3-4. Haldnir verða jóla- og vortónleikar eins og venjulega. Þá er hefð fyrir því að nemendur sem lokið hafa stigsprófi spili á skólaslitum Tónlistarskólans.
Stefnt er að því að halda áfram með áfangakerfi tónlistarskólanna.
Skólinn starfar á þrem stöðum:
Blönduósi, Skagaströnd og Húnavöllum.
Á Blönduósi fer kennsla fram að Húnabraut 26, S: 452 4180
Þar er föst stundaskrá.
Á Skagaströnd fer kennsla fram að Bogabraut 10, S: 452 2725
Þar fá nemendur að fara úr kennslustundum til að sækja tónlistartíma og þar er svokölluð fljótandi stundaskrá.
Á Húnavöllum fer kennsla fram í Húnavallaskóla, S: 452 4370
Þar fá nemendur að fara úr kennslustundum til að sækja tónlistartíma og þar er svokölluð fljótandi stundaskrá.
Netfang skólans er: tonhun@centrum.is
Nemendur fá einkunnarspjald að vori þar sem viðkomandi kennari gefur einkunn fyrir hljóðfæraleik, tónfræði og ástundun og aðaleinkunn sem er meðaltal þeirra þriggja.
Nemendur fá einnig skriflega umsögn frá kennara þar sem hann metur árangur vetrarins, þ.e. nemendur taka ekki önnur próf en stigspróf.
Einkunnir eru gefnar í heilum og hálfum tölum á skalanum 1-10 þar sem 9-10 er ágætiseinkunn, 8-9 gott, 5-7 sæmilegt og undir 5 slaklegt.
Aðrar upplýsingar:
Skólinn hefur átt langt og gott samstarf við grunnskólana í sýslunni. Þar ber helst að nefna að á Húnavöllum fara nemendur úr kennslustundum í grunnskólanum í tónlistartíma. Á Blönduósi fer blokkflautukennsla fram í grunnskólanum og nemendur teknir úr tíma en aðrir nemendur fara í Tónlistarskólann að Húnabraut 26. Á Skagaströnd fara nemendur úr kennslustundum líkt og á Húnavöllum.