Lúðrasveit

Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Austur Húnvetninga 

Var stofnuð haustið 1989 og kom fyrst fram á jólatónleikum það ár. Hún hefur tekið þátt í landsmótum og farið í tvær utanlandsferðir, til Gautaborgar árið 1992 og Danmerkur og Svíþjóðar árið 2003. Hún hefur komið fram í héraðinu við ýmis tækifæri, s.s. í Grunnskólanum á Blönduósi og Húnavöllum, Sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og svo hefur hún einnig leikið á sjálfstæðum tónleikum og farið í heimsóknir til nágrannabyggða.

Sveitin stóð fyrir landsmóti á Blönduósi haustið 1998. Í vinnslu er diskur með 16 lögum sem tekin voru upp á tónleikum sveitarinnar árið 2004-5. Árlega missir lúðrasveitin nemendur sem fara burtu úr héraðinu í framhaldsskóla, en eru dugleg að koma og vera með þegar mikið stendur til. Meðlimir koma úr grunnskólunum á Húnavöllum, Skagaströnd og Blönduósi. 
Stjórnandi frá upphafi hefur verið Skarphéðinn H. Einarsson.

Fjöldi meðlima sveitarinnar hefur verið breytilegur milli ára.
Með hljómsveitinni hafa leikið Einar Örn Jónsson píanóleikari í Svörtum fötum. Hann lék á básúnu og túbu. Kjartan Sveinsson hljómborðsleikari í Sigurrós. Lék á saxafón.
Ardís Ólöf Víkingsdóttir Idol söngkona. Hún lék á klarinett í mörg ár. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir organisti Hólaneskirkju og tónlistarkennari. Hún leikur á þverflautu.