Söngvakeppni Samfés

Sóley Sif, Steinunn Kristín og Inga Rós
Sóley Sif, Steinunn Kristín og Inga Rós

Það er alltaf sérstaklega ánægjulegt þegar nemendum okkar í tónlistarskólanum vegnar vel en sunnudaginn 9. maí munu þrjár stúlkur keppa til úrslita í Söngvakeppni Samfés. Þær Steinunn Kristín og Sóley Sif keppa fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Undirheima og Inga Rós keppir fyrir félagsmiðstöðina Skjólið. Þeir sem vilja fylgjast með stelpunum geta kveikt á RÚV kl.15:00 á sunnudaginn en keppnin verður sýnd í beinni útsendingu frá Bíóhöllinni á Akranesi. Við óskum þeim góðs gengis!