Námsmat

Námsmat:
Nemendur fá einkunnarspjald að vori þar sem viðkomandi kennari gefur umsögn þar sem hann metur árangur vetrarins. Nemendur taka ekki önnur próf en stigspróf.

Áfangar og próf:
Hverjum megináfanga lýkur með áfangaprófum, þ.e. grunnprófi, miðprófi og framhaldsprófi, annars vegar í hljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðigreinum. Jafnframt er heimilt að skipta námsferlinu í smærri áfanga eða stig. Áfangaprófum er ætlað að tryggja ákveðnar lágmarkskröfur í námi, festu og aðhaldi. Ljúka þarf báðum hlutum hvers áfangaprófs áður en heimilt er að þreyta það næsta. Til þess að ljúka framhaldsprófi þarf nemandi auk þess að halda sjálfstæða tónleika.
Grunnnám: fornám og I-III stig
Miðnám: IV-V stig
Framhaldsnám: VI-VII stig