Söngdeildartónleikar í Blönduóskirkju

Það má með sanni segja að mikið hafi verið um dýrðir hjá okkur í þessari viku. Þrennir tónleikar fóru fram og hófu söngnemendur okkar  í Húnabyggð leikinn. Tónleikarnir heppnuðust afar vel í alla staði og óhætt að segja að margir hafi látið ljós sitt skína í einsöngs- og hópatriðum. Þá er vert að bæta við að Helgi Páll Gíslason lauk á dögunum grunnprófi í söng og óskum við honum innilega til hamingju.