Í næstu viku, 3.–7. nóvember, ætlum við að hafa opna viku í tónlistarskólanum þar sem aðstandendum gefst tækifæri til að kíkja með nemendum í kennslustund og sjá hvað þau eru að fást við.
Þó við hvetjum sérstaklega til innlits þessa vikuna er alltaf ánægjulegt að fá aðstandendur í heimsókn hvenær sem er skólaársins. Það styrkir tengsl heimilis og skóla og gefur nemendum aukinn innblástur að fá að sýna hvað þau eru að fást við í náminu.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
|
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.