Opin vika 3.-7. nóvember

Í næstu viku, 3.–7. nóvember, ætlum við að hafa opna viku í tónlistarskólanum þar sem aðstandendum gefst tækifæri til að kíkja með nemendum í kennslustund og sjá hvað þau eru að fást við. 

Þó við hvetjum sérstaklega til innlits þessa vikuna er alltaf ánægjulegt að fá aðstandendur í heimsókn hvenær sem er skólaársins. Það styrkir tengsl heimilis og skóla og gefur nemendum aukinn innblástur að fá að sýna hvað þau eru að fást við í náminu. 

Við hlökkum til að sjá ykkur!