Nýárskveðja tónlistarskólans

Það má með sanni segja að síðastliðið ár hafi verið eitt það óvenjulegasta í sögu skólans. Kennarar hafa allir þurft að takast á við talsvert breyttar aðstæður í kennslu til að mynda með því að halda 2 m fjarlægð við nemendur sem getur verið ansi snúið og þá hafa kennarar þurft að vera síðastliðna mánuði -allar- kennslustundir með grímu. Þá fór talsverður hluti námsins fram í fjarkennslu en það er ekki einfalt að kenna tónlistarnemendum í gegnum tölvuskjá. Með viljann að vopni tókst okkur að halda skólanum opnum sama á hverju dundi í covid málum og lentum við í þrjú skipti í því að kennarar okkar þurftu að fara í úrvinnslusóttkví. Það má því með sanni segja að þeir eigi heiður skilinn fyrir að hugsa í lausnum og leggja á sig umtalsverða vinnu svo að nemendur gætu haldið áfram tónlistarnámi. Við getum státað okkur af fjöldanum öllum af hæfileikaríkum nemendum og höfum tekið saman stutt myndband með sýnishorni af örlitlum hluta af afrakstri okkar. Við hvetjum ykkur til að horfa á það hér. Gleðilegt ár!