Nótan 2023

Þann 19. mars n.k. ætlar vaskur hópur ungmenna frá Tónlistarskóla A.-Hún. að bregða undir sig betri fætinum og skella sér til höfuðborgarinnar að spila í Hörpunni. Skólinn hefur komið á fót jazz-bandi sem hugmyndin er að stækki og eflist með ári hverju. Krakkarnir hafa verið dugleg að æfa sig og verður gaman að fylgjast með þeim stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu. Þeir sem hafa áhuga á að koma og heyra atriðið þeirra eru velkomin á lokaæfingu sveitarinnar föstudaginn 17. mars stundvíslega kl.19:50.