Nótan 2019

Hinir árlegu svæðistónleikar Nótunnar voru haldnir á Eskifirði laugardaginn 23. mars. Hugrún Lilja Pétursdóttir lagði land undir fót og lék Maple leaf eftir Scott Joplin fyrir hönd skólans. Hún er um þessar mundir að undirbúa miðpróf í píanóleik og verður gaman að fylgjast með þessari efnilegu stúlku í framtíðinni. Kennari Hugrúnar er Eyþór Franzson Wechner.