Nemendur tónlistarskólans eru duglegir að spila í samfélaginu okkar. Á síðasta skólaári heimsótti Tónlistarskólinn sjúkradeild HSN með Louise tónlistarkennara í fararbroddi en að þessu sinni fórum við og héldum tónleika fyrir íbúa Sæborgar. Viðstaddir voru ánægðir með heimsóknina og þótti dýrmætt að fá smá uppbrot í daginn. Nemendur stóðu sig eins og von var á með stakri prýði, undurbjuggu sig vel og léku af miklu öryggi.
|
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.