Heimsókn á Sæborg

Nemendur tónlistarskólans eru duglegir að spila í samfélaginu okkar. Á síðasta skólaári heimsótti Tónlistarskólinn sjúkradeild HSN með Louise tónlistarkennara í fararbroddi en að þessu sinni fórum við og héldum tónleika fyrir íbúa Sæborgar. Viðstaddir voru ánægðir með heimsóknina og þótti dýrmætt að fá smá uppbrot í daginn. Nemendur stóðu sig eins og von var á með stakri prýði, undurbjuggu sig vel og léku af miklu öryggi.