Gjöf til skólans

Í gær fékk skólinn góða heimsókn frá árgangi 1950 sem á 60 ára fermingarafmæli um þessar mundir. Hópurinn færði skólanum saxófón að gjöf til minningar um bekkjarfélaga þeirra Matthías Sigursteinsson. Þá fær skólinn einnig tvö góð nótnastatíf. Við erum innilega þakklát fyrir þessa veglegu og góðu gjöf sem mun koma að frábærum notum. Viljum við þakka þeim öllum innilega fyrir að hugsa til okkar. Gjafir sem þessar eru ákaflega dýrmætar fyrir skólann okkar því mikilvægt er að nemendur okkar hafi aðgang að góðum hljóðfærum og sannarlega komin tími á endurnýjun margra þeirra.