Undirbúningur og flutningur á Nótunni 2023

Hér má sjá myndir frá undirbúningi og þátttöku í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, sem fram fór sunnudaginn 19. mars. Jazz-band skólans undir stjórn Louise Price kom fram fyrir okkar hönd í Eldborgarsal Hörpu og stóðu krakkarnir sig í einu orði sagt stórkostlega. Á viðburðum hátíðarinnar stigu hátt í 500 nemendur víðs vegar af landinu á stokk. Skólinn vill koma sérstökum þökkum til foreldra og aðstandenda sem tóku þátt í þessu með okkur, án þeirra hefði þessi ferð ekki verið kleif.