Innlit í kennslustund

Við ætlum að vera dugleg í vetur að kíkja í heimsóknir til nemenda okkar og sína ykkur hvað þeir eru að fást við í tímum. Fyrsta innlitið er til hans Bjarna Hrafns nemanda á trompet en hann byrjaði að læra á þessu ári hjá Louise. Eins og sjá má og heyra stendur hann sig afar vel en hér flytur hann hér lagið Carnival of Venice eftir Paganini.