Innritun fyrir skólaárið 2024-2025

Nú höfum við opnað innritun fyrir næsta skólaár. Við viljum vekja sérstaka athygli á örlitlum breytingum á starfsfólki skólans. Við höfum ráðið Gunnar Inga Jósepsson til leiks við okkur. Hann er að ljúka meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu frá Listaháskóla Íslands og mun aðallega kenna á gítar, bassa og trommur á Blönduósi og Skagaströnd. Valtýr mun halda áfram að kenna á trommur en einungis á Skagaströnd og Jón Ólafur ætlar að róa á önnur mið og mun því ekki vera með okkur næsta vetur. Við erum ákaflega stolt af því að fá Gunnar Inga í okkar góða hóp og vitum að hans reynsla og þekking mun verða ákaflega dýrmæt fyrir skólann.

Skráning er opin til 21. maí en við hvetjum ykkur til að sækja sem fyrst um. Þeir nemendur sem eru nú þegar í námi hjá okkur ganga fyrir en annars gildir lögmálið, fyrstur kemur fyrstur fær. Innritun fer fram á heimasíðu skólans https://www.tonhun.is undir flipanum innritun.