Vinnusmiðja í spuna

Næsta föstudag kl.13.00 ætlum við að bjóða uppá vinnusmiðju í spuna í Tónlistarskólanum á Skagaströnd (nemendur frá öllum útibúum velkomnir). Kennslan varir í 1-2 klst en kennari verður Alexandra Ivanova jazz-píanóleikar en hún hefur verið að að störfum á Skagaströnd á vegum Nes listamiðstöðvar síðast liðinn mánuð. Við hvetjum nemendur til að mæta og þá sérstaklega eldri nemendur! Smiðjan verður án efa lærdómsrík svo grípið endilega tækifærið, það eina sem þarf er að taka hljóðfærið með (á ekki við um píanónemendur) og það eru engar lágmarkskröfur um spilagetu. Skráning á netfangið tonhun@tonhun.is.