Ungir einleikarar 2023

Okkur finnst sérlega gaman að fylgjast með gömlum nemendum skólans en hann Ólafur Freyr Birkisson frá Höllustöðum náði þeim frábæra árangri að vera einn af þremur sigurvegurum keppninnar Ungir einleikarar 2023. Keppnin var haldin í 20. sinn og er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Sinfoníuhljómsveitar Íslands. Sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til að flytja einleik á Eldborgarsviði Hörpu  ásamt sinfoníuhljómsveitinni. Keppnin var afar ströng enda hópur umsækjenda stór og fjölbreyttur. Dómnefndina skipuðu þau Sigrún Eðvaldsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Nathanaël Iselin. Tónleikarnir fara fram þann 25. maí kl.19:30. 

Við óskum honum innilega til hamingju með magnaðan árangur og það verður gaman að fylgjast með þessum frábæra söngvara í framtíðinni!