Tónlist fyrir alla 🎶

Í Tónlistarskólanum okkar leggjum við áherslu á að tónlist sé fyrir alla, óháð aldri, bakgrunni eða fötlun. Í haust hóf Brynjólfur nám hjá okkur, og með leyfi aðstandenda langar okkur að segja ykkur aðeins frá því.
 
Brynjólfur fær að njóta tónlistarinnar á sínum eigin forsendum. Hann og kennari hans hafa unnið saman að því að finna farveg fyrir gleði og tjáningu í náminu. Með hlýju og sveigjanleika hefur hann fengið rými til að vaxa, læra og skapa í takt við sína styrkleika.
 
Nám Brynjólfs hefur einnig verið dýrmæt reynsla fyrir okkur í Tónlistarskólanum. Við höfum þurft að hugsa út fyrir þægindarammann og hann hefur minnt okkur á hversu öflug tónlistin er. Hún getur sannarlega opnað dyr, brotið niður múra og sameinað fólk í gleði og sköpun.