Nemendur glöddu íbúa HSN með tónlistarflutningi

Tónlistarskólinn heimsótti í dag íbúa HSN þar sem flutt var fjölbreytt og falleg tónlist fyrir íbúa og starfsfólk. Viðtökurnar voru afar hlýjar og skapaðist notalegt andrúmsloft þegar nemendur tóku lagið. Er það von okkar að heimsóknin hafi glatt viðstadda og veitt kærkomna tilbreytingu. Við leyfum myndunum að tala sínu máli.