Með okkar augum

Hópurinn sem heimsótti Georg ásamt kennurum skólans sem stóðu að tónleikunum með honum.
Hópurinn sem heimsótti Georg ásamt kennurum skólans sem stóðu að tónleikunum með honum.

Hann Georg Þór söng-, píanó- og trommunemandi okkar er hæfileikaríkur nemandi og hélt á vordögum 25 ára afmælistónleika í Hólaneskirkju ásamt hljómsveit skipaða kennurum skólans. Snillingarnir úr sjónvarpsþættinum Með okkar augum komu í heimsókn og tóku með honum lagið. Hér getið þið séð brot úr þessu stórskemmtilega innslagi, en annars hvetjum við alla til að horfa á þáttinn í heild sinni.