Hauststarfið

Nú er skólastarfið farið á fullt. Í síðustu viku fengum við góða heimsókn frá Sigrúnu organista í Akureyrarkirkju en hún er önnur af tveimur sem standa fyrir verkefninu Orgelkrakkar. Hún fór ásamt Hugrúnu skólastjóra tónlistarskólans í heimsókn í Höfðaskóla þar sem nemendur fengu að setja saman lítið pípuorgel og fengu einnig ýmsan skemmtilegan fróðleik. Þá bauðst yngstu nemendum Blönduskóla að sjá sýninguna Lítil saga í orgelhúsi. Óhætt er að segja að krakkarnir voru hæstánægð með heimsóknina. Næstu tvo daga ætla kennarar að bregða undir sig betri fætinum og sækja ráðstefnuna Tónlist er fyrir alla sem haldin er í Hörpu og mun sú fræðsla án efa gagnast kennurum vel í starfinu. Við vorum að uppfæra myndasíðuna okkar og hvetjum ykkur til að kíkja á hana annað slagið.