Gjöf til skólans

Í dag barst skólanum höfðingleg gjöf þegar Lara Kroeker frá Vancouver í Kanada heimsótti okkur og færði okkur fiðlu að gjöf. Hún dvelur í Nes-listamiðstöð á Skagaströnd og langaði að færa okkur fiðluna sem þakklætisvott til samfélagsins fyrir góðar móttökur. Hún ætlar að halda tónleika í Menningarhúsinu Bjarmanesi á mánudaginn n.k. Kl.20:30 og hvetjum við alla til að fara og hlusta á hana og tónlistina sem hún hefur verið að semja síðustu vikur.