Haustið

Nú er allt farið á fullt hjá okkur í tónlistarskólanum. Að þessu sinni fengum við einn nýjan kennara til leiks við okkur en það er hún Inga Maja sem margir ættu að kannast við, því hún hefur stundum stokkið inn í forföll hjá okkur. Skráning í skólann er mjög góð að þessu sinni en nemendafjöldinn eru rétt tæplega hundrað nemendur á öllum aldri. Við hlökkum til þess sem koma skal og vitum að veturinn verður stútfullur af lærdómi og ævintýrum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með þættinum Með okkar augum eftir tvær vikur en þá kemur hann Georg Þór söngnemandi okkar fram en hann hélt á vordögum tónleika ásamt kennurum skólans. Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að kíkja í heimsókn til okkar og heyra í okkur ef eitthvað er.