logo

Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu
Forsíða  Skólinn   Skólanámskrá Myndir  Lúðrasveit
Tónleikar

Skrifstofa

Skólanefnd

Kennarar
Skólinn
Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu var stofnaður árið 1971 og kennsla hófst um haustið. Kennslustaðir urðu strax þrír, Blönduós, Húnavellir og Skagaströnd.
Í fyrstu var ráðinn einn kennari við skólann og stundarkennari. Nú starfa fimm kennarar í fullu starfi.
Í fyrstu var skólinn rekinn af sveitarfélögunum að 1/3, Tónlistarfélaginu að 1/3 og skólagjöldum að 1/3 en nú er skólinn rekinn af Byggðasamlagi um tónlistarskóla.

Markmið og inntak:
Hlutverk tónlistarskóla er að:
  -  stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta
     á tónlist og njóta hennar.....
  -  búa nemendur undir að geta iðkað tónlist upp á eigin spýtur......
     stuðla að auknu tónlistarlífi í héraðinu.......

Markmið Tónlistarskóla A-Hún. eru:
  -  að nemendur öðlist lifandi áhuga á tónlist og tónlistariðkun.
  -  að nemendur læri að njóta tónlistar og upplifa hana bæði sem þátttakendur og
      hlustendur.
  -  að námið efli sjálfsmynd og einbeitingarhæfni nemendans og geri hann hæfari til að
     taka þátt í hvers konar skapandi starfi, hópstarfi eða einstaklingsvinnu.

Skrifstofa skólans er opin fim. - fös.
kl. 09 - 12
Húnabraut 26  540 Blönduós  Sími: 452 4180  tonhun@centrum.is